Mikil úrkoma og hvassviðri á Strönd­um og Norð­ur­landi

Gul viðvörun hefur verið í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna mikillar úrkomu og hvassviðris, og á Norðurlandi eystra vegna vestanstrekkings og snarpra vindhviða.

Mikið hefur rignt á norðanverðu landinu í nótt og í dag. Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um skriður fjarri byggð.

Á tjaldsvæðunum í Fjallabyggð er fámennt en gestum í tjöldum hefur verið ráðlagt að leita skjóls innandyra ef þess þarf.

Viðvaranirnar verða í gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra til klukkan 15 og á Norðurlandi eystra til klukkan 18.

DEILA