Mansakeppnin: Sigmar Ingi Sveinsson aflakóngur

37. Mansakeppnin var haldin í Suðureyrarhöfn laugardaginn 13.júlí í sannkölluðum sudda. En þó að veðrið hafi ekki verið betra þá veiddist nokkuð vel bæði mansar, kolar, þorskar og ufsar að sögn Ævars Einarssonar.

Mansavinir standa fyrir keppninni sem byrjaði sumarið 1988 með „Mansaveiðikeppni“ barna 12 ára og yngri sem var haldin á sjónvarpslausum fimmtudegi. „Markmiðið með keppninni var og er að kenna börnunum að bera virðingu fyrir dýrum þó það sé ekki annað en marhnútur. Alltaf frá byrjun hefur öllum fiski verið haldið lifandi í sjókörum og verið sleppt að keppni lokinni.“

⁸Minnsta mansann 55 gr. veiddi Davion Aves.

Stærsta mansann 432 gr. veiddi Sóldís Líf Ágústsdóttir.

1. mesta mansa aflann 2.123gr. veiddi Viggó Jóhannsson.

2. mesta mansa aflann 920 gr. veiddi Davion Aves.

3. mesta mansa aflann 615. gr. veiddi Guðmundur Jörgen Sveinsson.

1. mesta heildaraflann 2.290 gr. veiddi Sigmar Ingi Snorrason.

2. mesta heildaraflann 2.237 gr. veiddi Viggó Jóhannsson.

3. mesta heildaraflann 920. gr. veiddi Davion Aves.

Furðulegustu veiðina: hárkolla m/óværu veiddi Vilborg Guðmundsdóttir.

Aflakóngur er Sigmar Ingi Sveinsson og fær hann til varðveislu áletraðan farandbikar í eitt ár.

Mansavinir vilja þakka Klofningi ehf. fyrir ómetanlegan stuðning og kaup á verðl.gripum. Bjarka Rúnari og Rúnari Karvel fyrir sjó-dælingu. Guðna Albert fyrir vigtunina. Einari Dapo og Monu Marinu fyrir skráningu. Sturlu Páli fyrir frábæra grillveislu í lok keppninnar. Tristan Erni og Möndu Malindu fyrir aðstoðina.

Glaðir verðlaunahafar.

Ungir og knáir veiðimenn.

verðlaunafhending í undirbúningi.

Myndir: mansavinir/Ævar Einarsson.

DEILA