Ljósleiðaravæðing landsins klárist innan þriggja ára

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti í gær áform um að klára ljósleiðaravæðingu landsins. Opinbert markmið stjórnvalda um aðgengi að ljósleiðara hefur verið að allir þéttbýlisstaðir og byggðakjarnar á landinu nái a.m.k. 80% hlutfalli tengdra lögheimila fyrir árslok 2028. Nýju áformunum sem kynnt voru í gær er aftur á móti ætlað að stuðla að 100% aðgengi fyrir árslok 2026, á grundvelli samvinnu íbúa, sveitarfélaga, fjarskiptafyrirtækja og ríkisins. Um er að ræða langþráða heildstæða uppfærslu fjarskipta gagnvart þúsundum heimila um land allt og einstakan árangur á heimsvísu segir í tilkynningu frá ráðuneytinu.

628 lögheimili á Vestfjörðum

Í könnun Fjarskiptastofu um áform fjarskiptafyrirtækja um uppbyggingu ljósleiðara í þéttbýli árin 2024 – 2026 kom fram að þau ná ekki til um 4.900 ótengdra heimilisfanga í þéttbýli með rúmlega 5.600 lögheimilum.

Því stendur til að gera sveitarfélögum tilboð um 80.000 kr. styrk til að kosta jarðvinnu við að tengja hvert slíkt heimilisfang fyrir árslok 2026. Sú upphæð jafngildir áætluðum meðaltals jarðvinnukostnaði fyrir hvert heimilisfang og er jafnframt sambærileg upphæð og fjarskiptafyrirtæki setja upp sem tengigjald fyrir lögheimili í þéttbýli á markaðsforsendum. Samþykki öll viðkomandi sveitarfélög slíkt tilboð og ná að tengja öll heimilisföngin þá gera það 392 m.kr.

Fjármögnun ríkisins er þegar tryggð með fjárveitingum fjarskiptasjóðs árin 2024 – 2025 og aðgerðar A.1. í byggðaáætlun árin 2024 -2026. Sveitarfélög hafa til 16. ágúst að tilkynna hvort þau þiggja tilboðið og verður gengið til samninga strax í kjölfarið.

Af 5.641 lögheimilum sem ákvörðun ráðuneytisins nær til eru 628 á Vestfjörðum:

DEILA