Lífsbarátta fuglanna í Látrabjargi

Látrabjarg.

Landvörður í friðlandinu Látrabjargi býður áhugasömum í stutta fræðslugöngu á Bjargtöngum laugardaginn 3. ágúst kl. 13:00. Þar verður fjallað um fuglana sem hreiðra um sig í bjarginu á sumrin og lifnaðarhætti þeirra.

Látrabjarg er gjarnan talið stærsta fuglabjarg í Evrópu.

Gangan hefst við vitann á Bjargtöngum en þaðan verður gengið áleiðs upp eftir brún bjargsins og þátttakendum gefst færi á að hlýða á landvörð og spyrja hann spurninga.

Nausynlegt er að búa sig eftir veðri og vera sæmilega skóaður, ekki er verra að taka með sér kíki og landvörður verður með handbækur í för sem dregnar verða fram ef veður hangir þurrt.

Áætlað er að ganga taki rúma klukkustund og hún er tiltölulega auðveld og flestum fær þó bjargið sé aðeins á fótinn.

DEILA