Laxeldi: brettin smíðuð fyrir vestan

Á myndinni eru Kristján Rúnar Kristjánsson framkvæmdastjóri laxavinnslu Arctic Fish og Aðalsteinn Ómar Ásgeirsson eigandi Heiðmýrar ehf.

Arctic Fish hefur gert samning við fyrirtækið Heiðmýri ehf á Ísafirði um smíði á brettum fyrir laxlavinnsluna í Bolungavík.

Brettin verða sett saman á Ísafirði en fram að þessu hafa þau komið frá höfuðborgarsvæðinu. Með þessu næst fram töluvert hagræði þar sem ekki þarf að halda lager fyrir bretti í vinnslunni.

Gert er ráð fyrir að það sem eftir er af árinu verði um 13.000 bretti sett saman fyrir Arctic Fish.

„Það skiptir okkur máli að lágmarka kolefnisspor af framleiðslunni. Meðal annars þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að versla í heimabyggð“ segir Kristján Rúnar Kristjánsson framkvæmdastjóri laxavinnslu Arctic Fish.

DEILA