Landhelgisgæslan: málinu lokið

Sjúkrabíll Slökkviliðs Ísafjarðarbæjar.

Hreggviður Sím­on­ar­son, starfsmaður á bakvakt aðgerðarsviðs Land­helg­is­gæsl­unn­ar segir Bæjarins besta að betra sé að fara oftar en sjaldnar í neyðarútkall. Það gæti verið lífshætta á ferð og vissulega gæti verið aðrar ástæður. Hann segir að ekki sé rukkað fyrir útkall þyrlunnar og farið sé með slík útköll á sama veg og gildir um sjúkraflug.

Í fyrradag sótti þyrla LHG erlendan ferðamann norður í Jökulfirði, sem hafði sent neyðarkall. Var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði. Þaðan fór ferðamaðurinn sjálfur akandi og fór aldrei á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði.

Hreggviður segir málinu lokið að mestu leyti af hálfu Landhelgisgæslunnar, en öll mál séu rýnd eftir á til að athuga hvað betur megi fara.

Bæjarins besta hefur ítrekað árangurslaust reynt að ná sambandi við slökkvilið Ísafjarðarbæjar, sem annast sjúkraflutninga. Ekki hefur verið svarað í uppgefið símanúmer slökkviliðsins.

DEILA