Koma Evrópsku nýsköpunarverðlaunin til Ísafjarðar? Netkosning á lokametrunum.

Ísfirsk uppfinning er meðal þriggja uppfinninga sem tilnefnd eru til Evrópsku nýsköpunarverðlaunanna sem afhent verða á Möltu þann 9. júlí. Þar verða líka kynnt úrslit í netkosningu meðal almennings um áhugaverðustu uppfinninguna í nokkrum mismunandi flokkum.

Einkaleyfastofa Evrópu tilnefndi í vor Guðmund Fertram Sigurjónsson og Kerecis til verðlaunanna á grundvelli einkaleyfisins sem framleiðsla Kerecis byggir á. Tveir aðrir uppfinngamenn eru tilnefndir í sama flokki og Guðmundur Fertram.  Ísfirðingar geta lagt sitt af mörkum og greitt Kerecis sitt atkvæði daglega til 9. júlí á slóðinni https://www.epo.org/en/news-events/european-inventor-award/meet-the-finalists/g-fertram-sigurjonsson-and-team 

Guðmundur Fertram segir þessa tilnefningu afar mikilsverða, enda sjái Einkaleyfastofa Evrópu um öll einkaleyfi í Evrópu. Tilnefningin sé auðvitað mikill heiður, en hitt skipti meira máli að vekja athygli á sáraroðinu frá Kerecis og stuðla þannig að aukinni notkun. “Árangurinn af notkuninni er oft á tíðum ótrúlegur og við erum stolt af því að stuðla að bættri heilsu fólks um allan heim. Þrátt fyrir árangurinn eru enn margir sem þekkja ekki til Kerecis. Verðlaun af þessu tagi geta svo sannarlega hjálpað til við að breiða út þekkingu á íslenska sáraroðinu og þannig orðið til þess að fleiri sjúklingar í neyð fái notið hennar,” segir Guðmundur Fertram.

DEILA