Hörður Ísafirði mætir á Kerecisvöllinn á Torfnesi kl. 18 í kvöld þar sem þeir taka á móti Stokkseyri.
Hörður leikur í 5. deild B riðli. Þar eru 9 lið og komast tvö efstu áfram í umspil um sæti í 4. deild.
Baráttan um umspilssæti er í fullum gangi og dugir ekkert annað en sigur. Strákarnir eru ósigraðir í síðustu 6 leikjum. Eftir 12 umferðir er Hörður í 4. sæti með 25 stig og er aðeins 4 stigum á eftir liðinu í 2. sæti.
Stokkseyri er í 7. sæti með 10 stig.