Ísafjörður: samsetning á eldiskví á Sundabakka

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að leigja færeyska fyrirtækinu KJ Hydraulik aðstöðu á Sundabakka um þriggja vikna skeið  vegna samsetningar á laxeldiskví fyrir Háafell. Um er að ræða kví sem er 160 metrar í ummál og þvermálið er 55 metrar.

Nefndin fól skipulagsfulltrúa að útbúa samning með kvöðum sem varða frágang og skil á svæðinu. Um er að ræða tímabundin afnot frá miðjum júlí í allt að þrjár vikur.

DEILA