Ísafjarðarhöfn: 1.013 tonna afli í júní

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Sturla Páll Sturluson.

Alls komu 1.013 tonn af afla á landi í Ísafjarðarhöfn í júní. Leynir ÍS landaði einu tonni af rækju og að öðru leyti var aflinn fenginn í botnvörpu.

Páll Pálsson ÍS var aflahæstur með 527 tonn í fimm veiðiferðum. Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni og var með 252 tonn af afurðum.

Fjórir aðkomu togarar lönduðu afla í mánuðinum, einu sinni hver. Áskell ÞH var með 53 tonn, Vörður ÞH með 54 tonn, Frosti ÞH 53 tonn og Jóhanna Gísladóttir GK var einnig með 53 tonn.

DEILA