Ísafjarðarbær: ný gjaldskrá fyrir leikskóla

Sólborg Ísafirði. Mynd: Tinna Ólafsdóttir.

Bæjarráð ísafjarðarbæjar samþykkti í morgun nýja gjaldskrá fyrir leikskóla og uppfærðar reglur um innritun og dvöl barna. Tekur nýja gjaldskráin gildi um næstu mánaðamót 1. ágúst.

Mánaðargjald hefur verið lækkað með tillit til þess að nú eru innifaldir í því 204 skóladagar í stað 212. Átta dagar eru því skilgreindir sem skráningardagar og þarf að greiða aukalega af því. Ekki verður veittur systkinaafsláttur af skráningargjaldi.

Viðmiðunargjald vistun og fæði, fyrir einn mánuð verður eftirfarandi:
Leikskólagjald kl. 8-14, mánaðargjald 32.508 kr.
Leikskólagjald kl. 8-15, mánaðargjald 40.528 kr.
Leikskólagjald kl. 8-16, mánaðargjald 44.218 kr.
Leikskólagjald kl. 7:45-16:15, mánaðargjald 47.908 kr.

Mánaðargjald fyrir hádegisverð er kr. 6.680, morgunhressing 4.330 kr. og sama fyrir síðdegishressingu. Fullt fæði mun kosta 15.340 kr.

Vistunargjald án fæðis er mismunurinn á viðmiðunargjaldi með vistun og fæði og fæðisgjaldinu.

40% afsláttur af vistunargjaldi er veittur einstaklingum með mánaðartekjur allt að 750.000 kr. og foreldrum í sambúð með mánaðartekjur allt að 750.000 kr. Afsláttur er ekki veittur af hádegisverði og hressingu.

Systkinaafsláttur er 40% með öðru barni og frítt fyrir þriðja barn af leikskólagjaldi/dagvistargjaldi
og hálfu aukagjaldi (8,5 tímar). Afsláttur gildir milli dagvistunaraðila/skóla og skólastiga. Afsláttur
er ekki veittur af skráningardegi, hádegisverði og hressingu.

DEILA