Hvar verða landsmót UMFÍ árið 2026?

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi um komandi helgi og er skráningu lokið.

Þátttakan er góð enda telst mótið vera ein fjölmennasta samkoma landsins og hefur átt sér stað um Verslunarmannahelgina allar götur síðan árið 1992.

Nú gefst sambandsaðilum UMFÍ og sveitarfélögum tækifæri til að setjast yfir plön til næstu tveggja ára og skoða hvort þau vilji og geti haldið bæði Unglingalandsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ árið 2026. 

Framkvæmd mótanna verður í höndum UMFÍ, þeirra sambandsaðila sem taka mótin að sér og viðkomandi sveitafélaga.

Athygli er vakin á því að stuðningur viðkomandi sveitarfélags þarf að fylgja umsókninni. 

DEILA