Þriðjudaginn 30. júlí kl. 14:45 er boðið upp á frásögn af húsum á Ísafirði í Háskólasetri Vestfjarða.
Það er Vaida Bražiūnaitė sem segir sögu af endurgerð á húsi á Ísafirði og öðrum húsum.
Mörg hús á Ísafirði eru með mikla og flotta sögu. Húsið hennar Dísu á bökkunum, Albertshús, hefur verið fastur punktur í götumynd Ísfirðinga í tæp 130 ár.
Árið 2016 tóku barnabarnabarnabarn Dísu og fjölskyldan hans, við húsinu og byrjuðu að endurbyggja það.
Margar gersemar fundust og áhugaverð saga af húsi verður kynnt. Við ferðumst um bæinn í gegnum myndir og hressum upp á sögu nokkurra áhugaverðra húsa á Ísafirði segir í kynningu á þessum viðburði.