Hörður styrkir sitt handboltalið

Kenta Isoda er ný leikmaður Harðar á Ísafirði. Mynd/Hörður

Í frétt á handbolti.is er sagt frá því að leikmenn streymi nú í herbúðir ísfirska handknattleiksliðsins Harðar.

Þar var í gær sagt frá komu serbneskrar skyttu sem heiter Djordje Colovic til liðsins og í dag segir í tilkynningu frá Herði að samningur hafi náðst við japanskan línumann, Kenta Isoda. Hann kemur til Harðar frá Wakunaga.

Þar með verða tveir japanskir línumenn hjá Herði á næstu leiktíð en fyrir er í fleti landsliðsmaðurinn Kenya Kasahara sem nýverið framlengdi veru sína á Ísafirði til tveggja ára. Kasahara stendur í ströngu þessa daga við undirbúning fyrir þátttöku í Ólympíuleiknum.

Hörður leikur annað árið í röð í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð. Eftir mikinn endasprett á síðasta keppnistímabili tapaði liðið fyrir Þór í undanúrslitum umspils Olísdeildar.

Ekki er ósennilegt að liðin berjist um efsta sæti Grill 66-deildar á næsta keppnistímabili en bæði hafa þau sótt liðsauka síðustu vikurnar.


Djordje Colovic verður liðsmaður Harðar á næsta keppnistímabili. Mynd/Hörður, handknattleiksdeild

DEILA