HG: 3,2 milljarða króna hagnaður af sölu Kerecis

Fram kemur í ársreikningi Hraðfrystihússins Gunnvör hf í Hnífsdal fyrir 2023 að félagið seldi á árinu alla hluti sína í Kerecis hf. Bókfærður söluhagnaður hlutanna nam 21,5 milj. evra, sem samsvarar 3,2 milljörðum íslenskra króna miðað við núverandi gengi evrunnar.

Í byrjun árs 2024 skrifaði félagið undir samning um smíði á nýju frystiskipi sem er ætlað að leysa Júlíus
Geirmundsson ÍS-270 af hólmi. Áætlaður afhendingartími er á árinu 2026.

Á árinu jók félagið einnig hlutafé sitt í dótturfélaginu sínu Háafelli ehf um 8,6 millj evra eða um 1,3 milljarða króna. Mikill uppbygging hefur átt sér stað hjá Háafelli ehf og gera stjórnendur félagsins ráð fyrir því að félagið skili hagnaði fyrir rekstrarárið 2026.

Rekstrartekjur HG voru í fyrra 7,2 milljarðar króna og að frádregnum kostnaði stóðu eftir um 1,5 milljarður króna. Til viðbótar voru nettótekjur af fjármagni um 2,7 milljarðar króna og skiluðu hlutdeildarfélög um milljarði króna í tekjur. Hagnaður fyrir tekjuskatt varð 5,2 milljarður króna. Tekjuskattur er 205 m.kr. Ákveðið var að greiða um 750 m.kr í arð.

Eignir félagsins eru bókfærðar 25 milljarðar króna, þar af eru veiðiheimildir 7,5 milljarðar króna. Eigið fé um 10 milljarðar króna eða um 40% af eignum.

Stjórn félagsins skipa:

Kristján G. Jóhannsson
Guðrún Aspelund
Gunnar Jóakimsson
Inga S. Ólafsdóttir
Jakob Valgeir Flosason.

Stærstu hluthafar í Hraðfrystihúsinu Gunnvör hf eru Ísfirsk fjárfesting með 29,16% hlutafjár. Þá F84 ehf með 20,20%, Langeyri ehf 11,71% og Einar Valur Kristjánsson með 7,09%.

DEILA