GÍSLASÖGUGANGA Í GEIRÞJÓFSFJÖRÐ

Laugardaginn 6. júlí kl. 10:00 verður gengið með landvörðum á sunnanverðum Vestfjörðum um Geirþjófsfjörð.

Gangan hefst á Dynjandisheiði undir fjallinu Hesti. Gengið verður frá Dynjandisheiði, áningastæði við þjóðveg undir fjallinu Hesti, sem leið liggur ofan í Geirþjófsfjörð.

Þátttakendur munu fræðast um Gísla-sögu Súrssonar en Auður Vésteinsdóttir, kona hans, bjó í Geirþjófsfirði á meðan á útlegð Gísla stóð og þar féll hann fyrir mönnum Barkar digra samkvæmt sögunni.

Náttúran, kyrrðin og fegurðin í eyðifirðinum Geirþjófsfirði er rómuð en þangað liggja engir vegir.

Gengið er um mjög gróið og bratt svæði, gangan er því talsvert á fótinn en fær þeim sem treysta sér í brattann.

Landvörður bíður við fjallið Hest á merktum bíl rétt fyrir klukkan 13:00 á tilsettum degi og aðstoðar þátttakendur við að koma bílum sínum fyrir áður en gangan hefst.

DEILA