Geld­ings­skor­ar­dalur og strand togarans Dhoon

Sunnudaginn 7. júlí mun landvörður á Látrabjargi leiða göngu frá bílastæðinu við Geldingsskorardal að bjargbrún og fræða áhugasama um strand togarans Dhoon í desember 1947 og hið stórkostlega björgunarafrek sem fylgdi.

Þeir sem vilja geta gengið lengra og endað göngu sína á Bjargtöngum. Ef þátttakendur vilja skilja bíl eftir á Bjargtöngum og fá far með landverði að Geldingsskorardal fyrir gönguna má hafa samband í síma 822-4091 (Birgitta) með góðum fyrirvara.

Til að komast að bílastæðinu við Geldingsskorar dal er beygt í átt að Keflavík af Látraheiði. Keyrt er sem leið liggur í átt að Keflavík ca. 4 km þar til komið er að vegvísi sem leiðir að Geldingsskorardal. Sá vegur er keyrður á enda og þar mun landvörður bíða gesta klukkan 13:00 á tilsettum degi.

DEILA