Fótboltafélagið Hvatur í keppnisbúningum félagsins.
Myndin er tekin árið 1937 á héraðsmóti Grundunum, utan við Hólmavík, þar sem Strandamenn norðan og sunnan Steingrímsfjarðar kepptu sín á milli.
Í efstu röð frá vinstri eru Magnús, Brandur, Matthías og Hjálmar Jónssynir frá Kollafjarðarnesi og á endanum Benedikt Þórðarson frá Klúku. Miðröð frá vinstri Guðmundur Guðbrandsson á Heydalsá, Jens Aðalsteinsson og Benedikt Þorvaldsson Þorpum. Neðsta röð frá vinstri Þórður Jónsson Gestsstöðum, Grettir Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson á Hólmavík.
Af vefsíðunni sarpur.is