Fossavatnsgangan: sækir um heimild fyrir starfsmannahúsi á Breiðadalsheiði

Afstöðumynd af staðsetningu hússins.

Fossavatnsgangan hefur óskað eftir leyfi fyrir því að setja niður starfsmannahús á gatnamótum
Breiðadals-og Botnsheiði.


Í erindinu segir að undanfarin ár hafi verið farið með starfsmannahús upp á heiði sem notað er eingöngu fyrir gönguna í skamman tíma. Þetta „hefur skapað mikla vinnu og óhagræði fyrir okkur og nú þegar vegurinn er orðinn mjög slæmur þá er þetta að verða nánast ómögulegt.
Við ákváðum að taka kofann ekki niður núna eftir síðustu göngu heldur freista þess að fá leyfi bæjaryfirvalda til að fá að setja húsið á staurastöpla á gatnamótin.
Ekki er um það að ræða að tengja hvorki vatn né rafmagn að þessum kofa heldur eingöngu hugsaður sem
afdrep fyrir starfsmenn á meðan göngu stendur.“

Skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar bendir á að um er að ræða framkvæmd sem fellur ekki undir stöðuleyfi, heldur byggingarheimild. Umsóknaraðila var bent á að sækja um byggingarheimild til byggingarfulltrúa.

Teikning af húsinu. það er 21.7 fermetrar að grunnfleti.

DEILA