Flugreiknir úr eigu Jóns H. Júlíussonar flugvélstjóra og flugvirkja. Flugreiknirinn er úr ljósum pappa og er framleiddur af Houghton Mifflin Company. Hann er merktur Jóni og á hann hafa verið skrifaðar mælieiningar og formúlur.
Jón Hólmsteinn Júlíusson fæddist 3. janúar 1926 á Þingeyri. Hann lést 2. febrúar 2019. Jón lauk atvinnuflugmannsnámi og nam flugvirkjun hjá Flugfélagi Íslands. Hann starfaði lengst af sem flugvélstjóri hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum.
Jón var einn af stofnendum flugfélagsins Flugsýnar og var einn af stofnfélögum Flugvirkjafélags Íslands. Eftir að Jón lauk störfum, gekk hann í Flugklúbbinn Þyt og sinnti eftirliti og viðhaldi á flugvélum klúbbsins um margra ára skeið.
Af sarpur.is