Næsta laugardag verða þrjár myndlista opnanir á Flateyri. Þrír myndlistarmenn opna sýningar á verkum sínum laugardaginn 13. júlí 2024.
Kl. 16.00 opnar Hrafnhildur Arnardóttir, einnig þekkt sem Shoplifter, sýningu sína Gátt, í galleríinu „Undir brúnni“. Líklega er um að ræða eitt minnsta gallerí landsins, undir gömlu brúnni fyrir ofan Tankinn á Sólbakka.
Kl. 16.30 opnar Kristján Björn Þórðarson innsetningu sína Endurlit, í Tankinum.
Þá opnar Hrafnkell Sigurðsson sýninguna Innhverfingar, kl. 17.00 í gömlu slökkvistöðinni á Brimnesvegi. Um er að ræða ný ljósmyndaverk sem byggja á verki Hrafnkels sem sýnt var undir brúnni í fyrra.
Sýning Hrafnkels verður opin til og með 21. júlí, sýning Kristjáns Björns verður opin til og með 6. ágúst og sýning Shoplifter undir brúnni mun standa út sumarið.
Allir velkomnir.

Tankuirnn Flateyri. Þaar verður Kristján Björn með sýningu.