Flateyri: nemendagarðar kosta 380 m.kr.

Nýju nemendagarðarnir á Flateyri eru glæislegir. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fram kemur í ársreikningi nemendagarða Lýðskólans á Flateyri að bygging nemendagarðanna hefur kostað 380 m.kr.

Á síðasta ári var stofnframlag ríkisins 79 m.kr. og Ísafjarðarbæjar 17 m.kr. eða samtals 96 m.kr.

Eignir nemendagarðanna eru metnar á 392 m.kr. í lok síðasta árs. Húseignin er bókfærð á 374 m.kr. og viðskiptakröfur og handbært fé var 18 m.kr.

Skuldir voru 217 m.kr. og eigið fé því 175 m.kr. Eigið fé verður til vegna stofnframlaga opinberra aðila sem hafa verið 177 m.kr.

Rekstrartekjur voru á síðasta ári 13 m.kr. og rekstrargjöld voru 7 m.kr. Hagnaður varð 6 m.kr. fyrir fjármagnsgjöld sem voru 9 m.kr. Niðurtaðan af rekstrarreikn varð því 3 m.kr. tap.

Engar launagreiðslur voru hjá félaginu á árinu.

Stjórn Nemendagarða Lýðskólans hses skipa

Egill Ólafsson
Kristín Guðmunda Pétursdóttir
Anton Helgi Guðjónsson

Framkvæmdastjóri er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

DEILA