Fjölmenni á götuhátíðinni á Flateyri

Margmenni var við sölutjaldið.

Fjölmennt var á götuhátíðinni á Flateyri sem haldin var um helgina. Á laugardaginn var götumarkaður haldinn í góðu og sólríku veðri, þótt mætti hafa verið hlýrra. Fjölskyldufólk mætti þar með börn sín sem léku sér í leiktækjum og stórt tjald var fyrir sölubása. Þar voru margir að selja vöru sína. Meðal annars var hægt að kaupa dýrindis málsverði og setjast niður í tjaldinu og njóta þeirra.

Í sölutjaldinu.

Hér er m.a. til sölu harðfiskur.

Frá Brjánslæk á Barðaströnd voru komin Halldóra Ragnarsdóttir og Jóhann Pétur Ágústsson og seldu unnar kjötvörur.

Ærslabelgurinn var vinsæll af yngri kynslóðinni.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA