Fjármagnstekjur næsthæstar í Árneshreppi

Búðin er í Álftaveri, þjónustumiðstöð Súðavíkur.
Fjármagnstekjur í Súðavík eru nálægt landsmeðaltalinu.

Hagstofa íslands hefur birt upplýsingar um fjármagnstekjur pr. framteljanda sundurliðað eftir sveitarfélögum á síðasta ári.

Langhæstar voru þær í Vestmannaeyjum liðlega 5 m.kr. En næsthæstar voru fjármagnstekjurnar í Árneshreppi 3.013 þúsund krónur. Í þriðja sæti var Seltjarnarnes með tæplega 3 m.kr. á hvern framteljanda.

Meðaltal á landinu öllu var 990 þús kr. og voru fjármagnstekjurnar í ölum sveitarfélögum á Vestfjörðum öðrum en í Árneshreppi undir landsmeðaltalinu.

Fjármagnstekjur eru skattlagðar með 22% fjármagsntekjuskatti sem rennur að öllu leyti til ríkisins.

Niðurstöður byggja á skattframtölum einstaklinga. Framtalsskyldir eru allir 16 ára og eldri sem eru skattskyldir á Íslandi. Byggt er á öllum framteljendum að undanskildum eftirfarandi: framteljendum sem eru með handreiknað framtal, fá áætlaðan skatt á viðkomandi tekjuári eða árinu á undan, létust á árinu eða eru búsettir erlendis samkvæmt þjóðskrá.

DEILA