Fimm keppendur og tuttugu manna fylgdarlið á leið á OL

Móttakan fór fram í franska sendiráðinu við Skálholtsstíg og þangað mættu keppendur og fylgdarlið sem var statt á landinu að þessu sinni.

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ þann 5. júlí síðastliðinn, var tekin fyrir tillaga Afrekssviðs ÍSÍ um val á þátttakendum, bæði keppendum og fylgdarliði, á Ólympíuleikana í París, sem fram fara 26. júlí til 11. ágúst.

Ísland mun eiga fimm keppendur á Ólympíuleikunum og voru þeir ásamt tuttugu manna fylgdarliði kynnt til leiks á sérstökum fjölmiðlafundi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. 

Af því tilefni bauð franska sendiráðið til móttöku fyrir keppendur, fylgdarlið og fararstjórn.

Það var Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, sem stóð fyrir boðinu og var tilefnið að óska þáttakendum góðs gengis og skemmtunar á leikunum sem framundan eru og hitta þátttakendur í Ólympíuliði Íslands.

DEILA