Félags- og samstöðuhagkerfið til umræðu í Háskólasetri

Dagana 12-13 september 2024 verður haldin ráðstefna í Háskólasetri Vestfjarða um félags- og samstöðuhagkerfið.

Social and Solidarity Economy (SSE), eða „Félags- og samstöðuhagkerfið“, eins og við höfum kosið að nefna það, eru regnhlífarsamtök fjölbreyttra samtaka, frjálsra félaga (NGOs), hjálparstofnanna, hagnaðar- og óhagnaðardrifinna fyrirtækja, samvinnufélaga, sjálfboðaliða hópa og annarra samtaka
og fyrirtækja sem hafa félags- og umhverfismarkmið að leiðarljósi í verslun og framleiðslu á ýmiskonar vöru og þjónustu er byggir á samvinnu, samstöðu, siðfræði og lýðræðislegri stjórnun.

Eins og mörg þessara hugmyndakerfa fjallar Félags- og samstöðuhagkerfið um nærsamfélagið, þar með talin fámenn bæjarfélög og þorp í dreifbýli. Það er því alveg ljóst að þær breytingar sem eru yfirvovandi eiga eftir að hafa mikil áhrif á sveitarfélög og hin ýmsu byggðarlög á landsbyggðinni.

Ráðstefnan, sem hér um ræðir, mun beina sjónum sínum sérstaklega að þeim möguleikum og tækifærum sem „Félags- og samstöðuhagkerfið“ hefur að bjóða þorpum og bæjum í hinum dreifðu byggðum landsins.

Hægt er að lesa meira um ráðstefnuna á vefsíðu Háskólaseturs

DEILA