Dúabíll, leikfangabíll sem framleiddur var hjá leikfangagerðinni Öldu á Þingeyri sem stofnuð var árið 1985 er einn af safnmununum á Minjasafni Austurlands.
„Bíllinn er með fjögur gul hjól, rautt hús, bláan pall og grænan undirvagn. Málningin er nokkuð máð. Á hlið hússins er hvítt merki með áletruninni Dúi. Grænn spotti er festur í bílinn til að draga hann.
Kristleifur Björnsson keypti bílinn handa sonum sínum þegar þeir voru litlir en bíllinn endaði hjá Stefáni Þórarinssyni sem afhendi hann á safnið.“ segir í lýsingu á bílnum.