Drangsnes: um 700 manns á bryggjuhátíð

Um 700 manns mættu á 20. bryggjuhátíðina á Drangsnesi sem haldin var um helgina. Óskar Torfason, einn aðstandenda hátíðarinnar sagði að hátíðin hafi gengið vel og heimamenn væru mjög ánægðir með hvernig til hefði tekist.

Framhaldið er ekki að fullu ráðið að sögn Óskars, en rétt er um að halda hátíðina 2. eða 3. hvert ár. Á Drangsnesi búa um 70 manns og liðlega 100 manns í hreppnum öllum.

Strax um hádegið á laugardagnn voru hundruð manna mætt í sjávarréttarhlaðborðið sem heimamenn höfðu útbúið og buðu öllum gestum upp á og að sjálfsögðu ókeypis. Þar voru fjölmargir réttir sem hægt að að gæða sér á.

Hluti af veitingunum á sjávarréttarhlaðborðinu á Drangsnesi.

Hlaðborðin voru tvö og eins og sjá má gekk á veitingarnar em þá var bara bætt við.

Boðið var upp á skemmtun við Kerlinguna. Sirkus Ananas var með sýninguna Glappakast.

Keppt var í knattspyrnu og áttust við lið UMF Neista á Drangsnesi og UMF Geislans á Hólmavík. Mikið kapp var í leikmönnum beggja liða, sem voru af báðum kynjum og að breiðu aldursbili. Hólvíkingar byrjuðu betur og höfðu forystu í leikhléi 3:2, en í seinni hálfleik hertu Neistamenn, í rauðu og hvítu , skrúfurnar og unnu frækinn 7:5 sigur. Fegur þeir afhent í leikslok bikar að launum.

Tjaldsvæðið var þétt setið og auk þess bílar og húsvagnar o.fl. við hvert hús í þorpinu.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

DEILA