Bryggjuhátíðin á Drangsnesi verður um helgina og hefst á föstudaginn og stendur fram á sunnudag. Er þetta 20. hátíðin og er haldin nú eftir nokkurt hlé.
Aðaldagskráin verður á laugardaginn. Meðal dagskrárliða er hið vinsæla sjávarréttarsmakk sem kvenfélagið Snót býður upp á og hefst það kl 12. Markaðsstemming verður við Aðalbrautina, markaðstjald, hamborgarabúlla, hoppukastali o.fl. tónlistaratriði og Strandahestar verða á svæðinu.
Boðið verður upp á siglingu út í Grímsey, ljósmyndasýning í Grunnskólanum, Skíðafélag Strandamanna býður upp á skotfimi og svo verður landsleikur í knattspyrnu milli Drangsness og Hólmavíkur.
Kvöldskemmtun verðu í samkomuhúsinu Baldri og hefst hún kl 20:30 og brekkusöngur að henni lokinni sem Ragnar Torfason leiðir. Ball verður að því loknu og hljómsveitin Meginstreymi leikur fyrir dansi.

