Bretland: vilja auka sölu á eldislaxi til Evrópusambandsins

Viðskiptaráðherrann Jonathan Reynolds. Mynd: Sky News

Viðskiptaráðherrann Jonathan Reynolds í nýju ríkisstjórn Verkamannaflokksins, sem tók við eftir kosningarnar 4. júlí vill ná samningum við Evrópusambandið um aukna sölu á skoskum eldislaxi. Reynolds sagði í viðtali við Sky news að ríkisstjórnin væri staðráðin í því að nýta möguleika um samninga við ESB til þess að auka sölu á skoskum eldislaxi á þann markað.

IntraFish vefurinn greinir frá þessu.

Samtök eldisframleiðenda í Skotlandi lögðu áherslu á það í aðdragandi kosninganna til breska þingsins að stjórnmálaflokkarnir ynnu að auknum viðskiptum milli Bretlands og ESB sem myndu auka útflutning á breskri vöru til Evrópusambandsins. Tavish Scott forseti sölusamtakanna Salmon Scotland fagnaði ummælum ráðherrans og lagði áherslu á að mikil sóknarfæri væru í því að auka útflutning frá Skotlandi og þar með að auka framleiðsluverðmæti með bættum samskiptum við ESB.

DEILA