Bolungavík: nýr vatnstankur á lokastigi

Það er Þotan ehf sem byggir vatnstankinn. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Bygging á nýjum 2,7 milljón lítra vatnstanki í Hlíðardal er á lokastigi. Búið er að opna tilboð í tengingu vatnstanksins við lagnakerfi vatnsveitunnar og mun bæjarráð Bolungavíkurkaupstaðar taka tilboðin til afgreiðslu á morgun, þriðjudag.

Tvö tilboð bárust og voru þau frá Rörás ehf og Ístækni ehf bæði á Ísafirði. Ístækni bauð lægra eða 74 m.kr. Kostaðaráætlun var 65 m.kr.

Stefnt er að því að nýja vatnsveitan verði tekin í notkun í haust og verður allt vatn borholuvatn í og leysir af hólmi vatnsveitu með yfirborðsvatni.

Þegar hafa verið boraðar nokkrar holur og fengist gott vatn, en ekki nægilegt magn og verða fleiri holur boraðar síðar í sumar.

Heildarkostnaður við vatnsveituna er áætlaður um 300 m.kr.

Vatnstankurinn er gríðarstór en fellur vel inn í landslagið.

DEILA