Bolungavík: Markaðshelgin hefst á morgun

Markaðshelgin í Bolungavík hefst á morgun og stendur fram á sunnudag. Dagskráin er einkar vegleg enda á kaupstaðurinn hálfrar aldar afmæli á þessu ári.

Eins og undanfarin ár mun efri bærinn skreyta allt, hátt og lágt í rauðum lit og neðri bærinn skreytir í bláum. Litirnir tákna hafið og eldmóð bæjarbúa. Fyrirtæki bæjarins taka sér græna litinn til skreytinga.

Á morgun verða valið best skreyttu húsin. Þá verður konukvöld í Bjarnabúð og dansskemmtun í Félagsheimilinu.

Á föstudaginn verður m.a. matarveisla í Einarshúsi og brekkusöngur í Stebbalaut.

Markaðstorg verður á laugardaginn við Félagsheimilið og útitónleikar um kvöldið.

Á sunnudaginn verður Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri með tónleika í Félagsheimilinu.

Fimmtudagur 4. júlí

17:00 Skrautfjaðrir Bolungarvíkur – verðlaunakeppni hefst!
19:30-21:30 Konukvöld í Bjarnabúð – tilboð og léttar veitingar
20:00 Sigga Ózk og dansarar í Félagsheimili Bolungarvíkur

Föstudagur 5. júlí

11:00-14:00 Söngnámskeið Siggu Ózkar í Tónlistarskóla Bolungarvíkur í tilefni 60 ára afmæli Tónlistarskólans.
16:30-18:30 Sundlaugarpartý í Musteri vatns og vellíðunar með Húgó og DJ Eysa – frítt í sund allan daginn!
17:00 Markaðsmótið á Syðridalsvelli
17:30-20:00 Matarveislan „Frá fjöru til fjalls“ í Einarshúsinu – bókið borð í síma 456-7901
19:30-20:00 Skrúðganga litanna – Skrautfjaðrir Bolungarvíkur
20:00-21:00 Brekkusöngur í Stebbalaut með Bigga Olgeirs. Boðið verður upp á grillaðar pylsur fyrir gesti.
21:00 Kráargáta (pubquiz) á Verbúðinni

Laugardagur 6. júlí

13:00-17:00 Markaðstorg Bolungarvíkur ! Fjölbreytt, alþjóðlegt og skemmtilegt við Félagsheimili Bolungarvíkur

  • Andri Ívars verður kynnir
  • Tónleikar söngnemenda eftir námskeiðið með Siggu Ózk
  • Hoppukastalar
  • Andlitsmálning
  • Stigið á bak með hestamannafélaginu Gný
  • Fornbílasýning

17:30-20:00 Matarveislan „Frá fjöru til fjalls“ í Einarshúsinu – bókið borð í síma 456-7901
19:00-21:00 Gleðistund (happy hour) á Verbúðinni
20:00-23:00 Útitónleikar á Aðalstræti

  • Hipsumhaps
  • Húgó og Nussun
  • Floni
  • Bríet

23:30-02:00 Ball með hljómsveitinni Húsið á sléttunni í Félagsheimili Bolungarvíkur

Sunnudagur 7. júlí

15:00-17:00 Tónleikar Ólafs Kristjánssonar  í Félagsheimili Bolungarvíkur

ATH að frítt er inn á alla viðburði helgarinnar

DEILA