Bolungavík: Ístækni bauð 75 m.kr. í vatnstankinn

Það er Þotan ehf sem byggir vatnstankinn. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Tvö tilboð bárust í lagnir og búnað vegna vatnstanks í Bolungavík. Ístækni bauð 75 m.kr. og Rörás 95 m.kr. Kostnaðaráætlun var 66 m.kr.

Bæjarráð samþykkti að ganga til samninga við lægstbjóðanda.

Stefnt er að því að nýja vatnsveitan verði tekin í notkun í haust og verður allt vatn borholuvatn í og leysir af hólmi vatnsveitu með yfirborðsvatni. Nýi vatnstankurinn rúmar 2,7 milljón lítra.

Þegar hafa verið boraðar nokkrar holur og fengist gott vatn, en ekki nægilegt magn og verða fleiri holur boraðar síðar í sumar.

Heildarkostnaður við vatnsveituna er áætlaður um 300 m.kr.

DEILA