Bolungavík: gatnaframkvæmdir að hefjast

Stofnbrautin Brekkulundur í Lundahverfinu nýja verður lögð í ár.

Framkvæmdir eru að hefjast í Bolungavík við gatnagerð í nýja Lundahverfinu. Bæjarráð ákvað í síðustu viku að áfangaskipta framkvæmdunum. Fyrsti áfangi, sem unnin verður á árinu 2024, gerir ráð fyrir gatnagerð á Brekkulundi frá Þjóðólfsvegi að Völusteinsstræti. Bæjarráð leggur til að samið verði við tilboðsgjafa í útboði um verkið í samræmi við útboðsskilmála þess. Tvö tilboð bárust og var heildartilboðsfjárhæðin mun hærri en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun. Annað þeirra var lægra en kostnaðaráætlun og hitt var nálægt henni. Var báðum tilboðum hafnað. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri sagði að unnið væri að gerð samnings.

Þá liggur fyrir að farið verður í gatnagerð og malbikun í samvinnu við lóðahafa við Brimbrjótsgötu. Er það ný gata frá Brjótnum og farið fyrir neðan Íshúsið og upp að Hafnargötu fyirr utan það við Steinhúsið.

Hafist verður handa við viðamikla endurnýjun á lögnum og yfirborði ásamt malbikun á Völusteinsstræti. Verður byrjað frá gatnamótum Skólastígs og farið í sumar að gatnamótum við Traðarstíg.

Miðað er við að báðum framkvæmdum verði lokið um miðjan ágúst en þá verði komin malbikunarsstöð og lagt malbik á göturnar.

DEILA