Bolafjall: framkvæmdir hafnar við bílastæði

Frá framkvæmdunum við bílastæðin í gær. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Framkvæmdir eru hafnar við gerð bílastæða á Bolafjalli. Það er Bolungavíkurkaupstaður sem stendur fyrir framkvæmdunum. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjói segir að stefnt sé að því að nýju bílastæðin verði tekin í notkun fyrir lok þessa mánaðar.

Það er Þotan ehf sem annast framkvæmdir og er gert ráð fyrir að kostnaður verði 10- 15 m.kr. við að móta stæðin og leggja út unnið efni í yfirborði sem er svipað og vonast er til að innheimta bílastæðagjalda sumarsins skili í tekjur. Innheimta hófst 4. júní sl.

Í gær voru öflugir vörubílar að keyra efni upp á fjall frá náminnu á Skálavíkurheiðinni og virist verkið ganga vel.

Af útsýnispallinum á Bolafjalli var í gær útsýni með besta móti og sést vel yfir Djúpið yfir í nafla alheimsins, Grunnavík.

DEILA