Bogfimi: gull og brons til Vestfirðinga á Norðurlandamóti

Kristjana Rögn Andersen.

Skotíþróttafélag Ísfirðinga átti tvo keppendur og þjálfara á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi sem haldið var í Óðinsvéum í Danmörku dagana 3.-8. júlí. Uppskeran var góð, gull og brons.

Kristjana Rögn Andersen frá Þingeyri vann gull í einstaklingskeppni með berboga yngri en 18 ára og Maria Kozak, Suðureyri varð í þriðja sæti í berboga í liðakeppni fyrir yngri en 21 árs.

Þá var Maria Kozak í þriggja manna liði sem setti Íslandsmet í berboga U21. Með stúlkunum fór Kristján Guðni Sigurðsson þjálfari en hann býr í Bolungavík.

Íslendingar sendu út 35 keppendur og unnu þeir samtals 6 gull, 13 silfur og 4 brons. 

Maria Kozak.

Kristján Guðni.

Myndir: Bogfimisambandið.

DEILA