Bíldudalur: nýtt tjaldsvæði verður við Skrímslasetrið

Skrímslasetrið á Bíldudal.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt tillögu heimastjónar Arnarfjarðar um að nýtt tjaldsvæði á Bíldudal verði við Skrímslasetrið og vísað málinu áfram til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Gert er ráð fyrir fjármagni til vinnu við deiliskipulag fyrir nýtt tjaldsvæði á Bíldudal í fjárhagsáætlun 2024.

Nýr leik- og grunnskóli á Bíldudal verður staðsettur þar sem tjaldsvæðið er núna og því þarf að finna því nýja staðsetningu. Kostur við staðsetninguna við Skrímslasetrið er að starfsfólk gæti haft starfs- og kaffiaðstöðu í Muggsstofu.

Heimastjórnin benti á þrjár aðrar staðsetningar sem kæmu til greina, í fyrsta lagi við Völuvöll , á lóðinni Lönguhlíð 22 en búið er að rífa húsið og í þriðja lagi gæti tjaldsvæðið verið á lóð fyrrum Bíldudalsskóla.

DEILA