Þriðji heimaleikur Vestra í Bestu deildinni á Kerecis vellinum á Torfnesi fer fram á morgun þegar Breiðabik kemur vestur í heimsókn. Hefst leikurinn kl 14.
Breiðablik er sem stendur í öðru sæti deildarinnar á eftir Íslandsmeisturum Víkings með 26 stig eftir þrettán leiki. Blikarnir töpuðu síðasta leik sínum sem var gegn FH í Hafnarfirði og eru sjö stigum á eftir Víkingi en eiga leik til góða. Er ekki að efa að Blikarnir munu leggja kapp á að vinna leikinn gegn Vestra til þess að halda sér í titilbaráttunni.
Vestri er hins vegar nú í fallsæti eftir tvo tapleiki í röð og freista þess að koma sér ofar á töfluna. Liðið sýndi batamerki í síðasta leik sínum sem var gegn Fram og hefur alla burði til þess að halda sæti sínu í deildinni.
Mjög vel hefur verið mætt á heimaleikina tvo á Ísafirði og munar sannarlega um liðsinni áhorfendanna.
Áfram Vestri!