Ármannsskáli brunninn

Tvær myndir af Ármannsskála. Myndir: Ó. Smári Kristinsson.

Skíðaskáli málfunda- og íþróttafélagsins Ármanns á Dagverðardal upp af Skutulsfirði heyrir sögunni til. Svo virðist að kveikt hafi verið í honum og eftir stendur aðeins grunnurinn og strompur.

Skálinn var reistur sem bústaður yfirmanna á herstöðinni Darra norðan Ísafjarðardjúps í síðari heimsstyrjöldinni. Að heimstyrjöld lokinni eignaðist Málfunda- og íþróttafélagið Ármann skálann og kom honum fyrir þarna sem skíðaskála.

Frá Ísafjarðarbæ fást þær upplýsingar að eignarhald skálans hafi verið óskráð og óljóst.

DEILA