Arctic Fish: myndavélar meta eldisfisk í kvíum

Myndirnar eru af fiskum sem eru í Haukadalsbót í Dýrafirði og teknar voru á síðasta sólahring. Fiskurinn í þessari kví er að meðaltali 2570 grömm. 99,5% er án sára og hann óx um 18 g að meðaltali síðasta sólahring.

Arctic Fuish hefur tekið í notkun myndavélarnar frá Optoscale sem eru útbúnar gervigreind til að meta fiskinn í kvíunum. Vélarnar taka þúsundir mynda á sólahring og þannig er hægt að fylgjast með í hverri kví þar sem vélarnar eru vöxt og heilsufar fiska.

Greint er frá þessu á facebook síðu fyrirtækisins. Til dæmis sýnir kerfið hversu hve mikil meðalvöxtur er á sólahring í grömmum. Einnig hvort sár séu á fiskinum og hvort þau eru að gróa eða aukast. Upplýsingar fást um þyngd fiskskins og frávik þyngdar, t.d ef meðalþyngdin er 3 kg. sést hversu hátt hlutfall fiskanna er 1-2 kg, 2-3 kg, 3-4 kg, 4-5 kg og svo framvegis.

Einnig telur myndavélakerfið lýs og greinir þroskastig og tegund lúsarinnar. Með innleiðingu á þessum vélum fæst enn betri yfirsýn yfir það sem gerist undir sjávarmáli á eldisstöðvunum. Einnig er í þróun greiningartól sem metur kynþroskastig fisksins.

„Við erum alltaf að leita leiða til að gera betur og þetta er sannalega eitt af þeim tækjum sem aðstoðar okkur í því“ segir í rilkynningunni.

Myndirnar hér að neðan eru af fiskum sem eru á Haukadalsbót í Dýrafirði og teknar voru á síðasta sólahring. Fiskurinn í þessari kví er að meðaltali 2570 grömm. 99,5% er án sára og hann óx um 18 g að meðaltali síðasta sólahring.

DEILA