Allar heimastjórnir í Vesturbyggð hafa tekið til starfa

Ráðhús Vesturbyggðar.

Heima­stjórnir Arnar­fjarðar, Tálkna­fjarðar, Patreks­fjarðar og fyrrum Barða­strand­ar­hrepps og Rauðasands­hrepps hafa nú allar tekið til starfa og lokið sínum fyrstu fundum.

Lilja Magnúsdóttir hefur verið ráðinn ritari heimastjórna og hóf hún störf í júní. Hún heldur utan um störf heimastjórna, ritar fundargerðir og fylgir málum þeirra eftir.

Lilja er skógfræðingur að mennt, hefur haldgóða reynslu af sveitarstjórnarmálum, meðal annars sem oddviti sveitarstjórnar Tálknafjarðarhrepps, og hefur starfað í ýmsum ráðum og nefndum.

Heima­stjórnir eru fasta­nefndir innan sameinaðs sveit­ar­fé­lags sem starfa í umboði sveit­ar­stjórnar. Mark­miðið með heima­stjórnum er að heima­menn hafi aðkomu að ákvörð­unum sem varða nærum­hverfi sitt og geta ályktað um málefni sem snýr að viðkom­andi byggð­ar­lagi og komið málum á dagskrá bæjar­stjórnar. Í hverri heima­stjórn eru þrír full­trúar, tveir sem kosnir eru sérstak­lega samhliða sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum og einn bæjar­full­trúi.

DEILA