Á Straumnesfjall og um Rekavík bak Látur 

— 2 skór —

Laugardaginn 20. júlí

Fararstjórn: Snorri Grímsson og Yngvi Snorrason.

Mæting kl. 7.00 við Sundahöfn á Ísafirði.

Siglt að Látrum. Sagt frá þorpinu sem þar stóð. Þar var skóli, útgerð, löggiltur verslunarstaður og fjölmennasta þéttbýli norðan Djúps; um 140 manns þegar mest lét á árunum 1920-1940. Eftir að byggð lagðist af var aftur ráðist þar í framkvæmdir. Það var í kringum byggingu ratstjárstöðvar bandaríska hersins uppi á Straumnesfjalli. Þangað var lagður vegur og eftir honum verður gengið. Víðsýnt er af þeirri leið. Rústir ratsjárstöðvarinnar verða skoðaðar og frá þeim sagt. Leiðin til baka liggur niður Öldudal. Það er erfiðasti hluti ferðarinnar; vegleysur og bratti en þó lítið um klungur og ekkert klifur. Stoppað í Rekavík og því næst gengið meðfram Rekavíkurvatni þar sem göngufærið er ýmist gott eða torfærara. Við enda vatnsins er fljótlega komið inn á vegslóða. Hann kemur upp á veginn sem liggur að Látrum. Þar endar ferðin.

Vegalengd: um 20 km, göngutími: 6-8 klst., hækkun: um 420 m.

Staður í Aðalvík.

DEILA