Vindorkugarður í Garpsdal

EM Orka hefur lagt fram umhverfismatsskýrslu vegna vindorkugarðs í Garpsdal í Reykhólahreppi.

Þar segir að til standi að byggja upp um 90 MW vindorkugarð á Garpsdalsfjalli í Reykhólasveit þar sem allt að 21 vindmyllu sem hver um sig yrði 159,5 m á hæð með spaða í efstu stöðu yrðu settar upp.


Framkvæmdaraðili er EM Orka, sem er íslenskt fyrirtæki í eigu EMP Holdings, sem er sameiginlega í eigu EMP IN og Vestas, en Vestas er einn stærsti vindmylluframleiðandi heims með um 115 GW framleiðslugetu í 81 landi.

Garpsdalur er talið vera svæði sem er vel til þess fallið að nýta fyrir vindorkugarð og er þar horft til hagstæðra vindskilyrða, nálægð í tengivirki og fjarlægðar frá byggð.

Alls er áætlað að þegar vindmyllugarðurinn verði fullbyggður fari um 445 ha landsvæði undir vindmyllur og tengdar framkvæmdir, en vindorkuframleiðslan mun ekki hafa áhrif á landbúnað innan jarðarinnar.

Engin mannvirki eru í dag á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.

Allir geta kynnt sé umhverfismatsskýrsluna og veitt umsögn til Skipulagsstofnunar.

Kynningarfundur um niðurstöður verður haldinn í byrjun júlí.

Nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.

DEILA