Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur yfir á Ísafirði þessa dagana. Í hádeginu verður Ísfirðingurinn Halldór Smárason með tónleika í Edinborgarhúsinu ásamt hinum ameríska Ellis Ludwig-Leone. Þeir kynntust á tónlistarhátíðinni Við Djúpið 2012 og urðu nánir vinir. Ári síðar flutti Halldór til New York á heimaslóðir Ellis og nam þar tónsmíðar. Síðan þá hafa þeir haldið góðu vináttu- og tónlistarsambandi og skipa sér nú saman í lið undir heitinu Tvífarar. Á tónleikunum hljóma tónsmiðar eftir þá félaga í þeirra flutningi. Þeim til stuðnings verða söngkonurnar Herdís Anna Jónasdóttir og Eliza Bagg.
Aðgengi að Bryggjusalnum er gott. Miðasala á netinu og við innganginn. Hátíðarpassi gildir. Miðaverð 1.000 kr.
Tónleikarnir hefjast kl 12:10 og standa til kl 12:50.
Í kvöld verða þeir félagar svo á Dokkunni frá kl 22.