Tónlistarhátíðin VIÐ DJÚPIÐ – Amerískur dagur

Í hádeginu í dag var á dagskrá tónlistarhátíðainnar VIÐ DJÚPIÐ Antigone sem er píanótríó frá Bandaríkjunum og í kvöld er í Hömrum kl. 20:00 False We Hope sem er söngvasveigur eftir bandaríska tónskáldið Ellis Ludwig-Leone.

Sönglögin, sem eru samin við ljóð eftir Karen Russell og Carey McHugh, urðu til í uppnáminu árið 2020. Í þeim eru trúin, fjölskyldan og leitin að tilgangi brotin til mergjar, til að varpa ljósi á þrá okkar eftir tengslum mitt í óreiðu tilverunnar.

Í fyrra kom út samnefnd hljómplata með sönglögunum þar sem Eliza Bagg syngur og tónskáldið leikur á hljóðgervil og píanó ásamt Attacca-strengjakvartettinum. Á plötunni er strengjakvartetti tónskáldsins Speech after the Removal of the Larynx (Tal eftir að raddböndin hafa verið fjarlægð) ofið saman við söngvasveiginn.

Á tónleikum verður sami háttur hafður ár. Söngvasveigurinn og strengjakvarettinn hljóma í heild sinni í flutningi tónskáldsins, Eliza Bagg og strengjakvartetts úr þýsku hljómsveitinni Orchester im Treppenhaus.

DEILA