Vesturbyggð og Tálknafjörður: ráðning bæjarstjóra í dag

Patrekshöfn.

Annar fundur nýkjörinnar bæjarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar verður haldinn í dag. Á dagskrá er m.a. ráðning bæjarstjóra og nafn á nýja sveitarfélgið.

Ekkert hefur verið gefið upp um það hver verður ráðinn bæjarstjóri, en Gerður Björk Sveinsdóttir, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, er starfandi bæjarstjóri.

Líklegt er að hún verði ráðin bæjarstjóri.

Fram fór rafræn könnun meðal bæjarbúa um nafn á sveitarfélagið þar val stóð á milli sex nafna, Barðsbyggð
Kópsbyggð
Látrabyggð
Suðurfjarðabyggð
Tálknabyggð
Vesturbyggð

Niðurstöðurnar hafa ekki verið birtar en verða notaðar til hliðsjónar við ákvörðun bæjarstjórnar um nafn á Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar.

DEILA