Vesturbyggð og Gerður Björk ráðin bæjarstjóri

Gerður Björk Sveinsdóttir, starfandi og verðandi bæjarstjóri í Vesturbyggð.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar og Tálknafjarðar ákvað á fundi sínum í dag að ráða Gerði Björk Sveinsdóttur í starf bæjarstjóra. Formanni bæjarráðs var falið að ganga frá ráðningasamningi sem lagður verður fyrir bæjarráð til staðfestingar.

Þá samþykkti bæjarstjórnin einnig með sex atkvæðum að nafn nýja sveitarfélagið yrði Vesturbyggð. Einn bæjarfulltrúi, Jóhann Örn Hreiðarsson sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

Í könnun meðal íbúa um nafnið greiddu 347 atkvæði í könnuninni og eru niðurstöður þannig að 90,5% völdu nafnið Vesturbyggð. Það nafn sem fékk næstflest atkvæði var nafnið Suðurfjarðabyggð sem fékk 5,5% atkvæða.

DEILA