Vesturbyggð: nýr bæjarstjóri fyrir 19. júní

Ráðhús Vesturbyggðar.

Í gær var haldinn fyrsti bæjarráðsfundur í nýju sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðar. Páll Vilhjálmsson, formaður bæjarráðs segir að stefnt sé að því að búið verði að ganga frá því að ráða bæjarstjóra fyrir bæjarstjórnarfund þann 19. júní.

Auk Páls eru í bæjarráði Jenný Lára Magnadóttir, varaformaður og Friðbjörg Matthíasdóttir.

Nýja sveitarfélagið varð formlega til þann 19. maí sl.

DEILA