Vesturbyggð: gjaldskrár halda gildi sínu

Patreksfjörður. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Á fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar í gær var samþykkt að gjaldskrár Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps haldi gildi sínu út fjárhagsárið 2024. Gjaldskrárnar voru samræmdar að mestu leyti við vinnu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024. Jafnframt samþykkti bæjarstjórn að ef vafi léki á um hvor gjaldskráin eigi að gilda þá gildir gjaldskrá Vesturbyggðar.

Sumarleyfi í tvo mánuði

Bæjarstjórnin samþykkti einnig að sumarleyfi bæjarstjórnar hæfist í dag, 20. júní og stæði til og með 20. ágúst nk. og á þeim tíma hafi bæjarráð heimild til fullnaðarafgreiðslu skv. 32. gr. samþykktar um stjórn Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbygðar. Næsti fundar bæjarstjórnar verður 21. ágúst nk.

DEILA