Vestfjarðaleiðin er ferðamannaleið um Vestfirði og Dali með einstökum áningarstöðum og þar sem auðvelt er að kanna króka og kima svæðisins og upplifa óspillta náttúru.
Á svæðinu eru líka fjölmargir matvælaframleiðendur, handverksfólk og aðrir smáframleiðendur.
Nú fer fram kynning á þessum aðilum með sumarmörkuðum á Vestfjarðaleiðinni í júlí.
Settir verða upp markaðir á fjórum stöðum og fjórum mismunandi dagsetningum sem hér segir:
Ísafjörður 4. júlí
Búðardalur 6. júlí
Hólmavík 14. júlí
Patreksfjörður 15. júlí
Í Búðardal verður markaðurinn í samstarfi við bæjarhátíðina Heim í Búðardal. Dagana sem markaðirnir eru á Ísafirði og Patreksfirði eru skemmtiferðaskip í höfn svo það verður margt ferðafólk á ferli.